- Advertisement -

Borgin vísar börnum skuldugra á dyr

Tugum leikskólabarna vísað frá vegna vanskila foreldra.

Tugir barna mega búa við útilokun vegna skulda foreldra við Reykjavíkurborg. Sanna Magdalena Mörtudóttur Sósíalistaflokki lagði fram fyrirspurn um þetta efni. Hún bókaði:

Orkuveitan lokar fyrir rafmagnið.

„Í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn vegna fjölda þeirra sem ekki njóta þjónustu frá Reykjavíkurborg eða fyrirtækja í eigu hennar vegna vanskila kemur fram að lokað hafi verið fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum, miðað við stöðuna þann 22. júní sl. Rafmagnsleysi á heimili veldur miklum óþægindum og erfiðleikum sama hver á í hlut. Er vitað hvort hér hafi verið um barnafjölskyldur að ræða sem voru án rafmagns? Er um fjölgun á milli ára að ræða eða er þetta svipuð staða miðað við síðustu 3 ár t.d.? Í svarbréfi kemur einnig fram að þann 22. júní sl. voru 39 í uppsagnarferli, samkvæmt skóla- og frístundasviði er þetta fjölgun á milli ára eða er um svipaða stöðu að ræða, sé litið til síðustu þriggja ára? Samkvæmt svarbréfi kom fram að núverandi staða væri sú að foreldrar/forráðamenn átta barna sem hafi fengið boð um leikskólavistun í haust þurfa að ganga frá vanskilum leikskólagjalda eða semja um þau svo að barnið fái notið þjónustunnar. Einnig fengu foreldrar sjö barna ítrekun á uppsögn og höfðu frest til næstu mánaðamóta til að ganga frá vanskilum. Í þeim tilfellum höfðu foreldrar áður fengið uppsögn, gert samning og ekki staðið við þann samning. Er það breyting á milli ára (sé litið til síðustu þriggja ára, eða er um svipaða stöðu að ræða?).“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sanna Magdalena var ekki hætt:

Skuldarar kallaðir í viðtöl.

„Verklagsreglur borgarinnar vegna vanskila foreldra/forsjármanna varðandi þjónustu við börn miða að því að tryggja að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu eða skuldavanda foreldra. Í verklagsreglum kemur fram að forsenda þess að uppsögn sé frestað er að skuldari panti viðtal hjá félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð. Skuldari fær staðfestingu um viðtalsbókun hjá þjónustumiðstöð til þess að virkja frest á uppsögn hjá innheimtustjóra. Á viðtalsdegi lætur félagsráðgjafi innheimtustjóra vita ef skuldari hefur mætt í bókað viðtal og undirritað upplýst samþykki fyrir samstarfi velferðarsviðs og skóla- og frístundsviðs um aðstoð honum til handa. Mæti skuldari ekki í viðtalið virkjast uppsögnin aftur. Fyrirspurn mín er sú: Getur foreldri/forsjármaður óskað eftir viðtali utan hefðbundins opnunartíma þjónustumiðstöðva? Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að þær séu opnar frá 08:30- 15:00 en þá eru margir foreldrar/forsjármenn vinnandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: