Vilhjálmur Birgisson: Sjómenn hafa verið duglegir að senda mér upplýsingar um þann ótrúlega verðmun sem er á milli verðs á makríl hvort honum er landað á Íslandi, Noregi eða í Færeyjum.
Ég hef upplýsingar um að íslensku skipin hjá Brim séu að fá meðalverð fyrir makrílinn til manneldis sem nemur um 64 kr. Á sama tíma eru íslensk skip samkvæmt upplýsingum frá sjómönnum að landa bæði í Noregi og Færeyjum og manneldisverðið sem íslensku skipin fá í þessum löndum er á bilinu 104 til 107 kr. fyrir kílóið. Mínar upplýsingar herma einnig að makrílverð í bræðslu sé 68 krónur í Færeyjum á meðan greiddar eru 64 kr. hér á landi og sá makríll fer í vinnslu til manneldis.
Er ekki eitthvað verulega bogið við að íslensk skip sem selja makríl til bræðslu í Noregi og Færeyjum fái hærra verð en makríll sem fer í vinnslu til manneldis hér á landi. Mitt svar, bullandi skítalykt af verðlagningu á uppsjávarafurðum hér á landi eins og verið hefur í tugi ára.
Gunnar Smári: Ein ástæðan fyrir að innkalla allan kvóta og endurúthluta honum, er að núverandi útgerð nær ekki að skapa næg verðmæti úr auðlindinni