- Advertisement -

Björn Leví vildi og vill þjóðstjórn

Björn Leví Gunnarsson.
Stjórn­völd hafa hins veg­ar verið í stöðugri íhlaupa­vinnu við að hlaupa á milli ein­stakra hags­munaaðila sem kalla „úlf­ur, úlf­ur“.

„Ég tel óþarfa að rekja hvaða vand­ræði stjórn­völd hafa komið sér í að und­an­förnu en lang­ar að minn­ast á þau fyrstu. Það var tæki­færi stjórn­valda til þess að leggja fram sína stefnu í vor. Í vor átti að leggja fram fjár­mála­áætl­un þar sem stjórn­in legg­ur fram stefnu sína til næstu ára. Þar á að koma fram hvernig stjórn­völd hyggj­ast tryggja festu, stöðug­leika og sjálf­bærni. Hvernig var­færni og gagn­sæi á að ráða för í aðgerðum stjórn­valda. En í stað þess að leggja fram sína stefnu í vor, þegar óviss­an var sem mest – í stað þess að mæta óvissu með stefnumörkuðum aðgerðum, þá hafa stjórn­völd hins veg­ar verið í stöðugri íhlaupa­vinnu við að hlaupa á milli ein­stakra hags­munaaðila sem kalla „úlf­ur, úlf­ur“.“

Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson Pírati og er hluti af grein hans í Mogganum í dag.

„Að mínu mati hafa þetta verið ein helstu mis­tök stjórn­valda, að mæta ekki Kóf­inu með skýrri stefnu út úr því. Þetta eru mis­tök sem ég gagn­rýndi harðlega í vor og af­leiðing­in er aug­ljós. Stjórn­völd hafa valið fálm­kennd­ar aðgerðir þar sem óljóst var hvernig hags­mun­ir al­menn­ings væru ör­ugg­ir. Var­færni var ekki leiðarljós. Gagn­sæi ekki held­ur því þrátt fyr­ir allt sem gengið hef­ur á þá hafa ná­kvæm­lega eng­ar upp­lýs­ing­ar komið frá stjórn­völd­um um áform og aðgerðir þeirra til þings­ins fyrr en þær birt­ast í fjöl­miðlum. Samt er lýðræðið okk­ar skil­greint sem þing­bund­in stjórn,“ skrifar þingmaðurinn og bætir við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það var mín skoðun í vor að það hefði verið eðli­leg­ast að setja á þjóðstjórn á meðan Kófið var­ir. Ég er enn á þeirri skoðun en held að það sé farið að verða of seint. Þeir flokk­ar sem eru í rík­is­stjórn hafa al­ger­lega klúðrað trú­verðug­leika sín­um um sam­starf á þingi. Stjórn­völd buðu upp á sam­ráðsvett­vang vegna Kófs­ins en höfðu ekki sam­band við flokka á þingi sem eru utan rík­is­stjórn­ar. Samt erum við með þing­bundna stjórn eða eins og Stuðmenn sungu „bara ef það hent­ar mér“.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: