- Advertisement -

Þjónustujöfnuður: Ferðaþjónustan efst

Efnahagsmál Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 49,5 milljarðar. Útflutningur hennar nam 86,4 milljörðum og innflutningur 36,9 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu var 36,6 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2014 á gengi hvors árs.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands, sjá nánar hér.

Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 55,5 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 73,1 milljarði og innflutningur 17,6 milljörðum.

Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 189,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,5 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 90,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 77,8 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 26,5 milljörðum og útflutningur 7,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 18,7 milljarðar.
Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla sem samræmir staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar verið uppfærð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: