- Advertisement -

Gott veður og golf á Húsavík

Leikhúsið á Húsavík. Fallegt hús. Mynd: Miðjan.

Veðrið lék við heimafólk og gesti á Húsavík í dag. Golfvöllurinn er mjög flottur. Fjölbreyttar brautir og krefjandi.

Veðrið í dag var frábært. Logn og hlýtt. Heimsóknin var vel heppnuð. Nema ef vera skyldi eitt.

Ein meginregla var undirstrikuð. Ef veitingastaður er óhreinn að utan. Er það líka að innan. Rúðuglerið í bakaríinu var óhreint. Samt ösnuðumst við þangað inn. Kaffið var ekki gott og vínarbrauðin þurr. Okkar mistök. Þegar degi er varið á Húsavík er ekki hægt að annað en að hugsa um, hvað ef Steingrímskolafabríkkan verður ekki gangsett að nýju? Hvað þá?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við hugsum ekki svo mikið um það. Tölum heldur ekki um það,“ sagði heimamaður.

Við komum einkum til að spila golf. Gerðum það og golfklúbburinn fær okkar bestu meðmæli. Ekki síst eftir að hafa skoðað hversu ævintýralega mikill snjór var á vellinum í byrjun júní.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: