- Advertisement -

Grunsemdir um að Samherji hafi stundað það sama hér og þeir eru sakaðir nú um í Namibíu

…ekki var gert rétt upp við sjómenn og sveitarfélög fengu ekki greidd hafnargjöld í samræmi við þau verðmæti sem fóru hafnirnar

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Þvílík endemis hártogun og della að halda því fram að ákveðið skjal geti ekki talist skýrsla vegna þess að vinnslu þess var notað til hagræðis excel-forrit sem upphaflega var einkum töflureiknir en býður nú upp á prentvæna lausn, í stað ritvinnsluforrits t.d. words. Túlkun lögfræðingsins á því hvað kallist vinnuskjöl eru ekki í samræmi við upplýsingalög nr. 50/1996, þar sem vinnuskjöl eru þröngt afmörkuð sem skjöl opinberra aðila til eigin nota og á því vart við um umrætt gagn sem var sent til aðila utan stofnunarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það kemur alls ekki á óvart að lögfræðingurinn sem var um árabil kostaður af LÍÚ til að sinna „rannsóknarvinnu“ hafi ekki lagt neitt efnislegt mat á hvað umrædd gögn sem voru til umfjöllunar gáfu til kynna, en það var m.a. að ekki var gert rétt upp við sjómenn og sveitarfélög fengu ekki greidd hafnargjöld í samræmi við þau verðmæti sem fóru hafnirnar. Samantektin í skjalinu vakti grunsemdir um að Samherji hefði stundað sama leik hér á Íslandi og þeir eru sakaðir nú um í Namibíu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: