- Advertisement -

Þingstörfin flutt í stjórnarráðshúsið

Í fyrrgreindu Moggaviðtali segist Katrín Jakobsdóttir ánægð í starfi forsætisráðherra. Það hefur svo sem ekki leynt sér. En það er annað.

Katrín er spurt hvort hún sé ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. Hún er það svo sannarlega. Barmar sér samt aðeins hér og þar í viðtalinu. Það er víst svo erfitt að vera í ríkisstjórn.

Annað er eftirtektarvert í viðtalinu, það er en hvað er erfitt að vera í ríkisstjórn. Þessi hluti viðtalsins er merkilegur:

„Það ger­ir líka að verk­um að við erum að leysa alls kyns mál við rík­is­stjórn­ar­borðið, sem áður hefðu farið í ágrein­ing inni í þingsal og hugs­an­lega verið fundn­ar ein­hverj­ar mála­miðlan­ir þar. Nú erum við að ná ýms­um mála­miðlun­um fyrr, inni í rík­is­stjórn, og þar er tek­ist á um margt, án þess að það verði að ein­hverj­um há­vær­um eða lang­vinn­um deil­um úti í þjóðfé­lag­inu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisstjórn Katrínar og Bjarna.
Ríkisstjórnin vill ljúka umrræðu um þingmál áður en þau koma til kasta Alþngis. Merkilegt.

Sem fyrrum þingfréttamaður og að hafa fylgst með stjórnmálum í áratugi man ég bara ekki eftir yfirlýsingu sem þessari. Að það sé keppikefli forsætisráðherra að umræða um einstaka mál ríkisstjórnar sé kláruð í stjórnarráðshúsinu. Ekki á Alþingi.  

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar nefnist: „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis.“

Hvaða vitleysa er í gangi? Í umræðunni hefur verið að hin eiginlega fjárlagavinna og ákvarðanir hafi verið teknar frá fjárlaganefnd og sé nú nánast alfarið í fjármálaráðuneytinu. Fjárlaganefnd stimpli svo það sem þaðan kemur. Nú bætist við að ríkisstjórnin hefur aftengt sjálft Alþingi og klári umræðu um eigin mál við Lækjargötu. Er þetta efling Alþingis?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: