…hafi undirtökin á öllum stærstu fjölmiðlum á litla sæta Íslandi og ráði því hvað fari á prent.
Sigurjón Þórðarson skrifar:
Engum blöðum er um það að fletta að það er ekki gróðavonin sem rekur Þorstein Má áfram í fjárfestingum á íslenskum fjölmiðlum hvort sem það er í Sýn eða hvað þá í Morgunblaðinu. Það segir auðvitað sýna sögu um bullið að Þorsteinn Már hafi flækt ágætum oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds í að leppa eignarhaldið á Morgunblaðinu í gegnum illræmt skattaskjólsfélag og þar með nánast gert út um pólitískan feril vinsæls tónlistarmanns.
Annars gæti þetta mál orðið heimsfrétt þ.e. að maður sem sætir rannsókn lögregluyfirvalda hérlendis og erlendis vegna stórfelldra alþjóðlegra fjármálaglæpa og mútumála, hafi undirtökin á öllum stærstu fjölmiðlum á litla sæta Íslandi og ráði því hvað fari á prent.