Þorsteinn Már kaupir í Sýn / Fjölmðlaumhverfi ríkisstjórnarinnar
Gunnar Smári skrifar:
Þorsteinn átti stóran hlut í Mogganum, sem frægt var, en kom honum yfir á Eyþór Arnalds, sem sagðist ætla að selja hann en hefur ekki gert. Nú er Þorsteinn byrjaður að kaupa sig inn í Sýn, sem heldur úti Vísi.is, Stöð 2, Bylgjunni og öðrum útvarpsrásum. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja bæði þessi fyrirtæki, Moggann sem stórútgerðin heldur úti, og Sýn, þar sem Þorsteinn Már er byrjaður að kaupa sig til áhrifa. Ríkisstjórnin ætlar líka að styrkja Fréttablaðið, sem er í eigu Helga Magnússonar, auðmanns og fjárhagslegs bakhjarls Viðreisnar.
Þetta er fjölmiðlaumhverfið sem ríkisstjórnin vill verja, það umhverfi sem stjórnmálabaráttan fram að kosningum mun fara fram innan. Ótrúlegur andskoti.