Á sama tíma og Íslendingar neyta mun meira af smjöri, skyri og öðrum landbúnaðarvörum hefur innflutningur á kornvörum dregist verulega mikið saman.
Sem dæmi má nefna að á árinu 2009 fluttum við 27 þúsund og fimm hundruð tonn af kornvöru til manneldis á móti tæpum 23 þúsund tonnum í fyrra, árið 2013. Lætur nærri að innflutningur á kornvörunni hafi dregist saman um fimmtung á milli þessara ára. Innflutningur hefur minnkað jafn og þétt, var 26.500 tonn árið 2010, 22.800 tonn árið 2011 og 23.400 tonn árið 2012.
Á verðlagi síðasta árs, það er ársins 2013, sést að við greiddum tæplega 2,2 milljarða fyrir innflutninginn árið 2009, en rétt rúmar 1.900 milljónir í fyrra.
Hvort skýringin séu breyttar neysluvenjur og matarvenjur er vont að segja til um þar sem innflutningur á sykri er ámóta mikill nú og fyrir fimm árum, eða rétt um 10 þúsund tonn á ári.