- Advertisement -

„Dæmi um hið hljóðláta styttustríð“

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði: Sigríður í Brattholti er konan sem bjargaði Gullfossi undan virkjanaáformum. Fyrir vikið er hún sterkasta táknmynd náttúruverndar hér á landi. Hún er ein af hetjum Íslandssögunnar. Það að strika út þennan þátt úr ævi hennar í kynningu á henni jafngildir því að fjarlægja styttuna af Jóni Sigurðssyni af Austurvelli eða fjalla um Skúla Magnússon án þess að nefna Innréttingarnar. Sumir hægri menn hafa ógurlegar áhyggjur af kallastyttum í Bandaríkjunum og telja það jafngilda sósíalískri byltingu að fjarlægja slíkar táknmyndir sigra og meintra afreka. Skiltið með útlitslýsingunum á Sigríði í Brattholti, þar sem náttúruverndin er feimnismál, er miklu nærtækara dæmi um hið hljóðláta styttustríð á hendur merkum konum í sögu okkar sem fer fram án þess að við tökum eftir því.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: