Mannlíf / Mirabela er frá Rúmeníu. Hún starfar við afgreiðslu við Geysi. Mirabela talar ekki íslensku.
„Það er erfitt að tala ekki íslensku. Allt hefur breyst. Nú eru Íslendingar í meirihluta þess fólks sem kemur hingað. Þá er erfitt að geta ekki talað íslensku. Þegar ég var ráðin hingað var mér ætlað að tala við erlenda ferðamenn, og á ensku. Nú er þetta breytt.“
Dugar ekki að tala góða og skýra ensku?
„Nei, sumir íslensku ferðamannanna sætta sig illa við að geta ekki talað sitt tungumál. Ég verð að reyna að læra íslensku. Starfið er skemmtilegt og ég umfram allt vera hér áfram.“
En hvers vegna komstu til Íslands?
„Í leit að betra lífi. Það er ekki hægt að bera lífskjörin hér og í Rúmeníu saman,“ sagði Mirabela sem kom til Íslands í fyrra.
En af hverju Ísland?
„Fjölskyldan mín hefur verið hér á landi í um tíu ár. Það réði mestu að ég kom hingað. Allar mínar væntingar hafa staðist.“