- Advertisement -

Svona hækkum við skatta og álögur

Alþingi / „Svona förum við að því að hækka skatta og auka álögur á landsmenn. Svona förum við að því að færa verkefni yfir til verktakanna sem þurfa að fjármagna sig með mun óhagkvæmari lántökum en ríkissjóður gæti sjálfur gert,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún sagði nei við frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

Í greinargerðinni segir: „Verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun í heild eða að hluta eða tekur með öðrum hætti áhættu af gerð og rekstri opinbers mannvirkis, eftir atvikum með heimild til gjaldtöku fyrir notkun mannvirkisins á rekstrartíma. Samvinnuverkefni felur að jafnaði í sér samvinnu um eftirtalið: fjármögnun, áætlanagerð, hönnun, uppbyggingu mannvirkja, viðhald, rekstur og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka megi framkvæmd og reka mannvirki í tiltekinn tíma.“

„Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur margítrekað að ríkissjóður sé í mjög góðri stöðu til að fá mjög svo ábatasöm, ef hægt er að segja svo, og kostnaðarminni lán en gengur og gerist,“ sagði Inga og hélt áfram.

Við vitum…

„Við vitum að hafið er yfir vafa að með því móti sem nú er farið mun framkvæmdin verða dýrari. Við vitum að ekkert þak er á því hvað má rukka inn. Við vitum að horft er til næstu 30 ára og við vitum að það skiptir engu máli þó að fólk sé ekki nema með 220.000 kr. útborgaðar, það þarf að borga nákvæmlega jafn mikið til að fá að ferðast um og allir aðrir. Flokkur fólksins getur engan veginn stutt við svona framkvæmdaútfærslu, sem okkur finnst í raun vera götótt. Þrátt fyrir að við þurfum á því að halda að flýta framkvæmdum og annað slíkt vildum við að ríkissjóður sæi sjálfur um það með sínum hagkvæmu lántökum, í stað þess að færa þetta allt saman í fangið á íslenskum skattgreiðendum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: