„Aðstoð Íslendinga við fiskveiðar og vísindastarf í Namibíu kallar á að þjóðin láti rannsaka þetta mál til hlítar og horfist í augu við þann ófögnuð sem henni hefur tekist að skapa á grunni íslenskra vísinda og verklags. Ég legg því til að forstjóri Hafrannsóknastofnunar og sjávarútvegsráðherra, sem jafnframt er fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, fari ásamt forstjóra Samherja til Namibíu og leiti sátta við namibísku þjóðina fyrir hönd okkar Íslendinga.“
Þetta er stutt tilvitnun í grein Sveinbjörns Jónssonar sjómanns sem Mogginn birti í dag.