- Advertisement -

Lafhræddir þingmenn í ræðustól

Eldhúsdagsumræður á Alþingi verða stöðugt innihaldslausari.

„Eldhúsdagsumræður á Alþingi virðast verða stöðugt innihaldslausari. Þetta er tilfinning, sem hefur orðið æ sterkari seinni árin. Stundum er ástæðan sú, að það er um lítið að tala. Það á þó ekki við nú,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á síðu sína, styrmir.is.

„Við stöndum sem þjóð frammi fyrir risavaxnari verkefnum í rekstri þjóðarbúsins en í langan tíma. Hvað getur valdið því, að sá veruleiki endurspeglaðist ekki í umræðunum á Alþingi í gærkvöldi? Er tilhneigingin til að halda aftur af þingmönnum hjá forystusveitum flokkanna að ágerast eða hafa þingmenn einfaldlega ekkert að segja?“

Sennilegast hittir Styrmir naglann á höfuðið, þegar hann skrifar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

…ef á Alþingi velst fólk, sem hefur einfaldlega engan áhuga á þjóðfélagsumbótum…

„Það er alvarlegt mál í lýðræðisríki, ef þingmenn þora ekki að tala af ótta við að því verði illa tekið af forystusveitum flokkanna. En kannski er það enn alvarlegra ef á Alþingi velst fólk, sem hefur einfaldlega engan áhuga á þjóðfélagsumbótum og hefur þess vegna ekkert fram að færa.“

Mörg okkar hafa hugsað þetta og er því tekið undir með Styrmi. Meirihluti þingmanna lásu ræður á eldhúsdeginum. Fáir fluttu ræður. Áfram með Styrmi:

„Svo er auðvitað hugsanlegt að þingmenn vandi sig einfaldlega ekki eins mikið og hægt er að gera kröfu til. En hver sem ástæðan er verður niðurstaðan þessi: Eldhúsdagsumræður á Alþingi verða stöðugt innihaldslausari og þar með minnkandi áhugi á að fylgjast með þeim.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: