Miðflokkur, munnræpa og Brynjar
Fréttablaðið / „Málþófi þingmanna Miðflokksins virðist lokið, í bili alla vega. Létu þeir af munnræpunni fyrir hádegi í gær. Svo vill til að Fréttablaðið birti á forsíðu blaðsins í gær mynd úr þingsal, þar sem aðeins tveir menn voru í salnum. Gunnar Bragi Sveinsson og svo Brynjar Níelsson, sem greinilega hafði dregið stutta stráið í hópi varaforseta og þurfti að sitja á stóli þingforseta undir málæði um ekki neitt. Hvort birting myndarinnar hafi haft áhrif á Miðflokksmenn er óvíst, en jafnvel harðsvíruðustu menn fundu til samúðar með Brynjari vegna þessa hörmulega hlutskiptis. Það er sjaldgæft í tilviki Brynjars.“
Þetta er bein tilvitnun í grein á leiðarasíðu Fréttablaðsins í dag.