100 orð / Skýrustu átök komandi kosningabaráttu verða milli Miðflokksins og Framsóknar. Flokkarnir eru jú blóðskyldir. Miðflokksmenn hafa talað sig hása gegn samgönguáætlun Sigurðar Inga formanns Framsóknar og samgönguráðherra.
Í einni, af fjölmörgum, ræðum sínum gær sást Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, veifa skrifuðum „fyrirmælum“ Reykjavíkurborgar til Sigurðar Inga um hvað honum bæri að gera til að ganga erinda borgarinnar, eins og Sigmundur Davíð orðaði það í þingræðunni.
Ljóst er að Miðflokkurinn metur vanda Framsóknar sér í hag. Önnur skýring er vandséð á málþófinu mikla. Hættan er að Sigurður Ingi láti sem ekkert sé. Trúlega er svo. Að skot Miðflokksins fari beint á ská.
-sme