- Advertisement -

„…er ríkisstjórnin í grófum dráttum sammála um það“

„Ég bendi á að þetta er ríkisstjórnarmál og ríkisstjórnin hefur lagt það fram og þar af leiðandi er ríkisstjórnin í grófum dráttum sammála um það,“ svaraði Ásmundur Einar Daðason ráðherra þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði hvort hann styðji útlendingafrumvarpið.

Af svari ráðherrans má halda að ekki sé einhugur um málið innan ríkisstjórnarinnar. „…ríkisstjórnin í grófum dráttum sammála um það,“ eru óbreytt orð ráðherrans.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: „Ég hef áhyggjur af ríkisstjórninni, t.d. hvað varðar afstöðu hennar til fólks á flótta og þá útlendingapólitík sem birtist okkur þar. Því spyr ég hæstvirtan ráðherra í kjölfar þessarar umræðu okkar hér og orða hans um að við eigum að horfa til okkar sjálfra líka: Er einhugur um útlendingafrumvarp í ríkisstjórninni og styður hann sjálfur það mál?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

…milli 200 og 300 milljónir.

Í umræðunni sagði Ásmundur Einar til að mynda:

„Ég og dómsmálaráðherra skipuðum stýrihóp til að stýra þeim aðgerðum, það eru milli 200 og 300 milljónir sem eru ætlaðar í það. Sá hópur er undir forystu ríkislögreglustjóra, Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, og Eyglóar Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Þær hafa verið að undirbúa aðgerðir og verið í samskiptum við frjáls félagasamtök og fleiri með hvaða aðgerðir væri skynsamlegt að ráðast í.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: