- Advertisement -

Bjarni nýtti stöðu sína til að refsa Þorvaldi

Þorvaldur Gylfason.

„Formaður Sjálfstæðisflokksins, hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, kom í veg fyrir að Þorvaldur Gylfason, sem hefur getið sér gott orð sem hagfræðingur á alþjóðavísu, fengi starf sem honum hafði boðist. Formaður Sjálfstæðisflokksins, hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, beitti sér og nýtti sér stöðu sína til að refsa Þorvaldi Gylfasyni fyrir að tjá sig um þjóðmál í ræðu og riti. Hæstvirtur ráðherra starfar í umboði Alþingis. Alþingi getur aldrei samþykkt og á aldrei að samþykkja að ráðherra beiti sér með þessum hætti. Ég vænti þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sinni skyldum sínum og taki þetta mál fyrir á fundi,“ sagði Oddný Harðardóttir á Alþingi. Hún kvaddi sér hljóðs til að ræða fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti brást við:

„Forseti hefur vissar efasemdir um að umræða um þetta eigi heima undir fundarstjórn forseta,“ sagði hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: