- Advertisement -

Hörð átök á Alþingi

Alþingi Harðar umræður urðu um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag. Hér er stutt sýnishorn af umræðunni:

Helgi Hjörvar: Best að fresta þinginu, ríkisstjórnin veit ekki hvaða mál hún hyggst leggja fram.

Svandís Svavarsdóttir: Forsætisráðherra gefur út að þingið starfi fram í júlí. Hún spyr forseta hvort hann hafi fundað um þetta með forsætisráðherra.

Einar K. Guðfinsson: Ekkert ákveðið um þinghald í sumar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birgitta Jónsdóttir: Það á að vera sumarþing, en það hafa engin mál komið inn á þingið.

Guðmundur Steingrímsson: Hvet forseta til að leggja höfuðið í bleyti og falla frá að ræða um Rammann enn og aftur.

Guðmundur Steingrímsson: Hvaða mál eru væntanleg. Ekkert verið rætt um hvað er aðkallandi og hvað ekki.

Helgi Hrafn Gunnarsson: Ég legg til að við högum fundarstjórninni þannig að það verði sátt um hana. Það er ótækt að ár eftir ár sé karpað um dagskrána.

Katrín Júlíusdóttir: Ég trúi varla að við séum að hefja enn eina vikuna á þessu máli. Ríkisstjórnin er ekki með nein svör vegna kjaradeilnanna. Ég held að það þurfi að gera hlé á þingstörfum.

Unnur Brá Konráðsdóttir: Það er nóg að gera, um þrjátíu þingmál bíða umræðu.

Jón Gunnarsson: Það stendur til að ljúka umræðu um Rammaáætlun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: