- Advertisement -

Forseti leiðrétti dómsmálaráðherra

Þá er því haldið fram að fyrirspurnir uppfylli ekki skilyrði þingskapalaga.

Alþingi / „Ég hef lagt fram nokkrar fyrirspurnir um fjölda íbúða sem fjármálafyrirtæki hafa eignast á umliðnum árum með það að markmiði að draga fram áhrif hrunsins á heimilin og stefnu stjórnvalda á sínum tíma. Hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur á þessu þingi svarað tveimur slíkum fyrirspurnum, í desember 2019 og mars 2020,“ sagði Ólafur Ísleifsson Miðflokki á Alþingi fyrir fáum andartökum.

„Nú ber svo við að fyrr í þessum mánuði og alveg nýverið koma svör við nákvæmlega sambærilegum fyrirspurnum frá dómsmálaráðherra þar sem sagt er að fyrirspurnirnar falli ekki undir undir málefnasvið dómsmálaráðherra sem kemur á óvart í ljósi fyrri svara. Þá er því haldið fram að fyrirspurnir uppfylli ekki skilyrði þingskapalaga. Er sagt að ekki sé unnt að svara fyrirspurn í stuttu máli þótt hér sé bara beðið um tölulegar upplýsingar sem hægt er að setja fram í töflu. Ég beini því til hæstvirts forseta að hann veiti liðsinni við að fá svör og leiðrétti þann misskilning dómsmálaráðherra að ráðherrar eigi síðasta orðið um mat á ákvæðum þingskapalaga. Það á forseti að sjálfsögðu eins og ljóslega hefur komið fram nýlega opinberlega.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: