…þar sem tugum milljarða er varið í að verja hlutafé og hagsmuni fyrirtækjaeigenda en ekki kjör launafólks.
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:
„Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti.“ Stórslysinu var ekki afstýrt, lögin voru samþykkt og stjórnarliðar gátu einmitt veifað umsögn ASÍ sem réttlætingu fyrir aðgerðum sínum þar sem tugum milljarða er varið í að verja hlutafé og hagsmuni fyrirtækjaeigenda en ekki kjör launafólks, enda hafði ASÍ sagst styðja tilgang og meginefni frumvarpsins.
„Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum.“ Jú, það þurfa bara að líða sex mánuðir á milli, og þar af getur atvinnurekandi látið starfsmennina sem hann segir upp skila sér nær ókeypis vinnuframlagi í þrjá mánuði á kostnað ríkisins. Vildi að ASÍ hefði bara haldið sig við þá fínu stefnu sem sambandið setti fram um daginn undir yfirskriftinni „Rétta leiðin út úr kreppunni“ og tekið slaginn gegn uppsagnaleiðinni.