- Advertisement -

Varaþingmaður sár yfir verkum eigin flokks

„Nú er hrósað happi og ham­ingju yfir því að Ísland sé lág­vaxta­land. Hver er ham­ingj­an af slíku? Að heim­ili séu að niður­greiða láns­fé fyr­ir­tækja?“

Stjórnmál / „Það var sárt að sjá Sjálf­stæðis­flokk­inn standa að síðustu skatta­hækk­un á fjár­eigna­tekj­ur, í þjónk­un við þá sem vilja ekki skilja eðli fjár­eigna­tekna. Frjáls sparnaður er ekki frjáls gæði. Óhóf­leg skatt­lagn­ing dreg­ur úr frjáls­um sparnaði og leiðir til bóta­væðing­ar meðal þegna og út­gjalda fyr­ir rík­is­sjóð,“ skrifar þingmaðurinn fyrrverandi og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Bjarnason. Skrifin eru birt í Mogganum í dag.

„Og enn er vilji til að herða skatt­lagn­ingu fjár­eigna­tekna af spari­fé. Þá fær­ist land og þjóð frá siðuðu sam­fé­lagi til vanþróaðs ástands, þar sem lýðsleikj­ur færa verðmæti til að sín­um geðþótta,“ segir einnig í grein Vilhjálms, sem birt er í Mogga dagsins.

Á einum stað, í langri grein, spyr Vilhjálmur:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hver seg­ir að það sé rétt­læti að ís­lensk heim­ili niður­greiði út­lán til fyr­ir­tækja með nei­kvæðum raun­vöxt­um?“

Og svo spyr hann hver sé hagurinn af lágum vöxtum:

„Nú er hrósað happi og ham­ingju yfir því að Ísland sé lág­vaxta­land. Hver er ham­ingj­an af slíku? Að heim­ili séu að niður­greiða láns­fé fyr­ir­tækja?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: