- Advertisement -

Við lifum í svo spilltu þjóðfélagi

Enn eitt skattaskjólsfyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleiðina þó það sé í blússandi plús.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Við lifum í svo spilltu þjóðfélagi og alltaf bætist við listann. Enn eitt skattaskjólsfyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleiðina þó það sé í blússandi plús. Mér blöskraði þegar ég las þessa grein. Um er að ræða Matvælafyrirtækið Mata, sem er í meirihlutaeigu félags á eyjunni Möltu. „Samkvæmt niðurstöðu Evrópuþingsins frá því í mars í fyrra hefur Malta „öll einkenni skattaskjóls.“ Mata var með tæplega 2.9 milljarða tekjur árið 2018 og nam hagnaðurinn rúmlega 240 milljónum króna.

Það eru systkini sem eiga Mata og félög þeirra á Möltu voru meðal annars nefnd í þekktum skattaskjólsleka, Paradise Papers, sem alþjóðlegu blaðamannasamtökin ICIJ opinberuðu fyrir nokkrum árum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eggert Árni Gíslason er eitt systkinanna og einnig framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann vill ekkert ræða um eignarhaldið á Möltu. „Ég kýs bara að tjá mig ekki um þessi mál. Mér finnst ég ekki hafa neina ástæðu til að tjá um þetta. Ef það hefði legið fyrir í byrjun að hafa einhverjar takmarkanir á því hverjir mættu nýta hlutabótaleiðina þá hefði ég bara sætt mig við það. En ég ætla ekki að fara í einhverja umræðu í baksýnisspeglinum um þetta,“ segir Eggert Árni og vísar til þess að engin skilyrði um eignarhald félaga hafi verið fyrir notkun hlutabótaleiðarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: