- Advertisement -

RVK: Fjárhagsstaðan niður um tvo milljarða á mánuði

„Skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar jukust um 21 milljarð á síðasta ári, í góðæri, eða um u.þ.b. tvo milljarða á mánuði,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.

„Ekki tókst að greiða niður skuldir í mesta tekjugóðæri sögunnar og skuldasöfnun A-hluta og samstæðu halda áfram að vaxa á fullu. Uppsveiflan er búin,“ segja fulltrúar flokksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sjálfum sér líkir í leitinni að lausn á vondri stöðu borgarinnar: „Við höfum lagt til sölu eigna eins og Gagnaveituna, Malbikunarstöðina Höfða og eignarhluta borgarinnar í Landsneti til ríkisins en með því móti gæti borgin mætt bæði fólki og fyrirtækjum og lækkað skuldir um leið.“

Þeir segja einnig í bókuninni: „Í stað þess að greiða niður skuldir eins og ríkissjóður hefur gert hafa skuldir borgarinnar aukist um meira en milljarð á mánuði síðustu árin. Atvinnuleysið er böl sem breiðir úr sér eins og veiran, en aldrei í hagsögunni hafa jafn margir misst vinnuna og nú hefur orðið. Tekjufallið er gríðarlegt og hefur áhrif á margar starfsgreinar. Við verðum að sýna ábyrgð og bregðast við þessu með frekari lækkun á álögum á fyrirtæki og heimili í borginni. Nú þurfum við verulegan viðsnúning og viðspyrnu,“ segja þau og vekja athygli á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins undirrituðu samstæðureikninginn með fyrirvara.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: