- Advertisement -

Stjórnvöld styðja auðmenn

En nei, hér sést það kristaltært hvar hjartað slær hjá ríkisstjórninni. Í brjóstum þeirra ríku.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Í yfirstandi flugfreyjudeilu kemur svo skýrt fram hvernig stjórnvöld styðja auðmenn í viðleitni þeirra við að kúga hinar vinnandi stéttir til hlýðni. Íslensk stjórnvöld segjast ekki ætla að veita Icelandair aðstoð nema um semjist við hluthafana, vitandi það að milljarðamæringarnir sem eiga fyrirtækið hóta að setja ekki meira fé inn í reksturinn nema það takist að færa niður launakostnaðinn. Líka hjá þeim áhöfnum sem lægst hafa launin eða flugfreyjum. Svona gerast kaupin á eyrinni og stjórnvöld sem ættu að vera að vinna að hagsmunum almennings, sem er að meirihluta launafólk, eru í raun fyrst of fremst að vinna að hagsmunum auðmanna. Hafi menn efast um það þá er það ekki hægt lengur.

Auðvitað ættu stjórnvöld að snúa þessu við. Og segja: „Við munum ekki veita hluthöfum Icelandair aðstoð nema að þeir semji með reisn við flugfreyjur, beiti ekki hótunum við þessa kvennastétt um lækkun launa ellegar verði ekkert starf. Stjórnvöld munu ekki nota fé úr sameiginlegum sjóðum almennings til að styðja fjársterka hluthafa Icelandair meðan beitt er þessum kúgunaraðferðum í kjaradeilunni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En nei hér sést það kristaltært hvar hjartað slær hjá ríkisstjórninni. Í brjóstum þeirra ríku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: