- Advertisement -

Fjármálaráðherra tekur andköf af hneykslun

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Fjármálaráðherra tekur andköf af hneykslun og reiði þegar stungið er upp á því að fjölga störfum í lang-niðurskornu velferðarkerfinu. Ógeðslegri hugmynd hefur hann varla heyrt. En hann ásamt félögum sínum í stjórnarráðinu ætlar að eyða 1.500 milljónum króna í markaðsátakið „Ísland – saman í sókn“ svo að hægt sé að tryggja að við höldum áfram að keyra hagvöxtinn á láglaunastörfum og endalausum ágangi á náttúruna okkar. Peningarnir fara til snillinganna sem hér er fjallað um:

Íslensk stjórnvöld ætla að semja við alþjóðlegu auglýsingastofuna M&C Saatchi um markaðsátak fyrir íslenska ferðaþjónustu erlendis. Smá fróðleiksmoli, stenst ekki mátið:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrirtækið er í eigu bresk-íröksku bræðranna Charles og Maurice Saatchi sem áður ráku auglýsingastofuna Saatchi & Saatchi sem á heiðurinn af einhverri snjöllustu kosningaauglýsingu breskrar stjórnmálasögu – fyrir kosningabaráttuna sem fleytti Margaret Thatcher inn í Downingstræti 10.

Árið er 1978 þegar plakatið er hannað. Það eru átök á vinnumarkaði og atvinnuleysi orðið miklu meira en Bretar höfðu mátt venjast eftir stríð.

Myndin er sviðsett. Þetta eru ungliðar úr Íhaldsflokknum: meðlimir Hendon Young Conservatives voru beðnir um að taka þátt í leynilegu verkefni og kippa foreldrum sínum með í smá myndatöku. Það mættu bara 20 sjálfboðaliðar – svo málið var leyst með því að mynda sama hópinn aftur og aftur og tjasla svo myndunum saman.

Sloganið er skemmtilega tvírætt, vísar bæði til atvinnuástandsins og vandræðagangs Labour (flokksins) við landstjórnina.

Íhaldsflokkurinn vann auðvitað kosningarnar og plakatið markaði upphafið að alþjóðlegri sigurgöngu Saatchi & Saatchi. Bræðurnir hættu svo eftir deilur við hluthafa og stofnuðu nýja stofu, M&C Saatchi ásamt fleiri fyrrum samstarfsmönnum, árið 1995.

Eitt af fyrstu stjórnmálatengdu verkum M&C Saatchi var áróðursplakat fyrir Íhaldsflokkinn, afskræmd mynd af Tony Blair með orðunum “New Labour, New Danger” – en það dugði ekki til að hindra stórsigur Verkamannaflokksins í kosningunum 1997.

– Jóhann Páll Jóhannsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: