Þetta fólk. Segir eitt en gerir annað. Það er einbeittur vilji Sjálfstæðisflokksins að leysa upp Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hvers vegna er enn óljóst. Skýrist síðar. Á sama tíma tala þau og skrifa endalaust um þýðingu nýsköpunar. Nú Óli Björn Kárason í Moggagrein.
„Við Íslendingar stöndum frammi fyrir harðri alþjóðlegri samkeppni um hugvit. Þeirri samkeppni getum við mætt með öflugu og lifandi menntakerfi en ekki síður hagstæðu og hvetjandi skattaumhverfi fyrir atvinnulífið í heild sinni og fyrir sprota- og nýsköpunarstarfsemi sérstaklega,“ skrifar þingmaðurinn út í loftið.
„Nýsköpun er ekki eitthvert tískuorð nokkurra sérvitringa í tæknifyrirtækjum eða stjórnmálamanna sem grípa á lofti eitthvað sem þeim finnst jákvætt. Nýsköpun á sér stað um allt samfélagið, í flestum greinum atvinnulífsins,“ segir Óli Björn stuðningsmaður þess að skella í lás hjá Nýsköpunarmiðstöð. Óþarft er að vitna meira til skrifa Óla Björns þar sem hugur og hönd fara ekki saman. Alls ekki.