- Advertisement -

Kæri ráðherra, en þetta er lögbrot

Gunnar Smári skrifar:

Já, halló, er ríkisstjórnin að fela bankakerfinu að dæla út 70 milljörðum króna af ríkisábyrgð og vill bara ekkert hafa um það að segja hvernig það er gert? Þú afsakar kæri ráðherra, en það er lögbrot. Þú hefur enga heimild til að fela einhverjum banka út í bæ að úthluta eftirlitslaust ríkisábyrgð. Það þarf einhver að hringa í lögguna og stoppa þessa vitleysu. Svo talar ráðherrann um viðskiptalegar forsendur eins og það séu einhver lögmál hafin yfir lög, að þar með sé heimilt að veita bönkunum opinbert vald.


Auglýsing