- Advertisement -

Kona leiðtogi Norður-Kóreu?

Gunnar Smári skrifar:

Ef rétt er að æðsti leiðtogi Norður-Kóreu Kim Jong-un sé horfinn til feðra sinna gæti svo farið að þetta minnsta og veikasta stórveldi í heimi verði enn eitt ríkið sem kemst undir völd kvenna. Börn Kim Jong-un eru enn of ung og fátt eftir af pólitísku afli meðal systkina hans.

Elsti bróðir hans, Kim Jong-nam, féll í ónáð þegar hann varð föður sínum til skammar þegar hann reyndi að komast inn í Disneyland í Tókýó á fölsuðum passa og síðar drepinn að tilskipun bróður síns. Kim Jong-chul, næst elsti bróðurinn, þótti of handgenginn Jang Song-thaek, miklum áhrifamanni og mági Kim Jong-il, annars æðsta leiðtoga landsins, og féll í ónáð þegar Kim Jong-un létt taka Jang af lífi. Síðan hefur Kim Jong-chul ekki komið nálægt stjórnmálum heldur spilað á gítar í hljómsveit milli þess sem hann eltir Eric Clapton á tónleikaferðalögum.

Elsta systirin, Kim Sul-song, var einkaritari föður síns og mikið dálæti og af sumum talin vera val föður síns um arftaka. Og kannski einmitt þess vegna stóð Kim Jong-un ógn af henni. Þótt hún hafi ekki verið fallið í ónáð hefur frami hennar heldur ekki vaxið. Öfugt við yngstu systurina Kim Yo-jong, sem myndin er af. Hún hefur sérhæft sig í propaganda og stílfært hátíðarhöld og fundi sem Kim Jong-un hefur haldið sjálfum sér til dýrðar, kannski er frábær hárgreiðsla hans hennar hugmynd.

En hvað um það, án þess að ég telji mig sem nothæfan stjórnmálaskýranda um málefni Norður-Kóreu veðja ég á Kim Yo-jong sem næsta kvenleiðtoga heimsins. Hún er 31 árs og fædd á ári drekans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: