- Advertisement -

Kristján Þór skerðir strandveiðarnar

Minna verður til skiptanna á strandveiðunum í ár.

Kristján Þór  Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skerða veiðiheimildir til strandveiða um tíu prósent.

„Ákvörðunin er gríðarlega mikil skerðing á veiðiheimildum. Í fyrra þá var leyft að veiða 11.100 tonn af þorski auk allt að 1.000 tonn af ufa. Nú hefur Kristján Þór, með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir ákveðið að draga leyfilegan 1.000 tonna ufsaafla og 100 tonn karfaafla, frá því sem leyfilegt er að veiða af þorski, þannig að í ár fer þorskveiðin niður í 10.000 tonn,“ segir Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður.

„Þessi ákvörðun kemur þegar upp er staðið, alls ekki á óvart en ríkisstjórnin er fyrst og fremst í því að greiða götu stórútgerðarinnar með Samherja þar fremstan í flokki. Hagsmunir almennings, orðspor landsins og byggðanna skipta engu máli í hagsmunamati ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurjón.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Skýrum lögum um hámarkskvótaúthlutun er ekki fylgt eftir og sama má segja um vigtarreglur sem sniðnar eru að sömu fyrirtækjum. Ríkisstjórnin úthlutaði megnið af makrílnum fyrir ári síðan til nokkurra auðmanna. Þeir þökkuðu fyrir sig með milljarða málsókn á hendur ríkissjóðs.

Nú eru fleiri farnir að spyrja þeirrar spurningar sem spurð var í Grikklandi fyrir löngu þ.e. hvort rétt sé að hlýta ranglátum úrskurði sem kveðinn er upp af algerlega vanhæfum ráðherra?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: