- Advertisement -

Benedikt með ónot í garð VG

Lilja Rafney Magnúsdóttir fær væna sneið frá ráðherranum fyrverandi.
Ljósmynd: Hringbraut.

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður Viðreisnar skrifar: Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur verið óvenju und­an­láts­söm við út­gerðina. Árið 2013 sagði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður VG, í ræðu á Alþingi: „Ég hitti úti á Aust­ur­velli áðan góða vin­konu mína frá Flat­eyri. Hún spurði hvað verið væri að ræða núna inni á Alþingi, það eru kannski ekki all­ir sem fylgj­ast mjög vel með störf­um Alþing­is í sum­ar­blíðunni. Ég sagði henni að við vær­um að ræða lækk­un veiðigjalda. Þá sagði hún og sló sér á lær: Jæja, eiga þeir nú ekki salt í graut­inn, blessaðir út­gerðar­menn­irn­ir, það er kannski ekk­ert nýtt. En það er í lagi að þeir greiði af sín­um auði þegar við sem erum ekki eins auðug þurf­um að standa skil á okk­ar af okk­ar lágu tekj­um.“

Grein Benedikts er að finna í Mogga dagsins.

„Fimm árum síðar sagði í fyr­ir­sögn hjá Vísi : „Lækk­un veiðigjalda þolir enga bið að sögn for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar“. Í frétt­inni kem­ur fram að þessi formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar er eng­in önn­ur en hin sama Lilja Raf­ney, sem nú hafði færst í nýj­an stól og sá vel að blessaðir út­gerðar­menn­irn­ir áttu ekki leng­ur fyr­ir salti í graut­inn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þess vegna vakti það at­hygli þegar for­sæt­is­ráðherra sagði í liðinni viku í umræðum á Alþingi: „En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­lega tíu millj­arða vegna mak­rílút­hlut­un­ar.“ Fjár­málaráðherra bætti um bet­ur: „Reikn­ing­ur­inn vegna þess verður ekki send­ur á skatt­greiðend­ur. Reikn­ing­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Reikn­ing­ur­inn var reynd­ar kom­inn frá grein­inni, fimm út­gerðir höfðu krafið ríkið um 10,2 millj­arða króna í bæt­ur, auk hæstu leyfi­legra drátt­ar­vaxta. Lík­lega meinti ráðherr­ann að grein­in yrði sjálf að borga reikn­ing­inn.

For­saga máls­ins er sú að Hæstirétt­ur dæmdi árið 2018 að út­hlut­un mak­ríl­kvóta á grund­velli reglu­gerðar sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra VG setti árið 2010 væri ólög­leg. Því hefði verið eðli­legt að VG bæri ábyrgð á ráðherra sín­um og greiddi reikn­ing­inn.

Samt vakti einörð afstaða ráðherr­anna og hug­prýði gagn­vart út­gerðinni aðdáun margra. Sú aðdáun bliknaði auðvitað ekk­ert, þó að síðar kæmi í ljós að dag­inn sem um­mæl­in féllu hafði stærsti kröfu­haf­inn þegar ákveðið að falla frá sinni kröfu og sagt ráðherra frá því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: