- Advertisement -

Sala og útgáfa á hljóðritum dregst sífellt saman

Útgáfa hljóðefnis hefur dregist nær samfellt saman frá árinu 2006 og hefur útgáfa á hverja 1,000 íbúa lækkað úr 0,9 í 0,5 hljóðrit á hverja 1.000 íbúa. Árið 2013 seldust 243.000 eintök hljómdiska og hljómplatna hér á landi, eða um 70 prósent færri en árið 2005 þegar salan náði hámarki, eða 823.000 eintökum. Á seinni árum hefur sala hljóðrita á stafrænum skrám (í niðurhali og streymi) vegið að nokkru upp á móti dvínandi sölu hljóðrita á efnislegu formi. Árið 2013 seldust yfir 3,8 milljónir eininga stafrænna skráa með tónlist

Með tilkomu geisladiskanna undir lok níunda áratugar síðustu aldar hljóp verulegur vöxtur í útgáfu hljóðrita. Á árinu 1995 voru ríflega tvöfalt fleiri hljóðrit gefin út hér á landi miðað við árið 1990. Eftir nær samfellda aukningu í fjölda útgefinna titla frá 1990 og fram til ársins 2006, hefur útgáfan dregist nær samfellt saman, eða um 42 af hundraði.

Heildar söluverðmæti hljóðrita og stafrænna skráa frá útgefendum nam árið 2013 466 milljónum króna, þar af nam sala hljóðrita (diska og platna) hátt í 407 milljónum á móti um 60 milljónum af sölu tónlistar í niðurhali og streymi.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

 

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: