- Advertisement -

Viljaleysi ríkisstjórnarinnar

Fjármálaráðherra hefur ætíð verið umhugað um að verja þá ríku á kostnað hina skuldugu.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Jæja, þá er það orðið ljóst að ekki nokkurn vilja er að finna hjá ríkisstjórninni að verja íslensk heimili fyrir hugsanlegu verðbólguskoti vegna falls krónunnar og þeirra afleiðinga sem Kórónufaraldurinn getur hugsanlega haft á verðlagsþróun hér á landi.

En í dag var fjármálaráðherra spurður á Alþingi, hvers vegna í ósköpunum verðtryggingin væri ekki tekin úr sambandi til að verja íslensk heimili.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekkert mál að láta skattgreiðendur fjármagna slík úrræði.

Fjármálaráðherra sagði það hins vegar stórmál að taka verðtrygginguna úr sambandi og einnig sagði hann: „Það er einhver viðtakandi á hinum endanum.“

Það er rétt hjá fjármálaráðherra að það er einhver viðtakandi á hinum endanum og ég get upplýst fjármálaráðherra um að það er fjármálaelítan sem er á hinum endanum fyrst og fremst og hana vill hann verja með kjafti og klóm.

Fjármálaráðherra hefur ætíð verið umhugað um að verja þá ríku á kostnað hina skuldugu, enda virðist hann og hans ríkisstjórn ætíð vera tilbúna að slá öflugum varnarmúr í kringum fjármagnseigendur á kostnað heimilanna.

Það er ömurlegt til þess að vita að ríkisstjórninni vefst ekki tunga um tönn þegar kemur að því að pumpa fjármagni frá skattgreiðendum til bjargar atvinnulífinu á sama tíma og ekki kemur einu sinni til greina að verja heimilin fyrir hugsanlegu verðbólguskoti. Meira segja eru nokkur stórfyrirtæki sem nýta sér úrræði stjórnvalda sem skattgreiðendur munu koma til með að fjármagna og það þrátt fyrir að hafa skilað gríðarlegum hagnaði á undanförnum árum og greitt milljarða, jafnvel tugi milljarða í arðgreiðslur til eigenda.

Ekkert mál að láta skattgreiðendur fjármagna slík úrræði, en að verja heimilin, nei það kemur ekki til greina, enda má fórna þeim á altari verðtryggingar eins og gert var í hruninu ef svo ber undir.

Það er reyndar orðið sorglegt og grátbroslegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn lætur fjármálaráðherra skella sér enn og aftur á lærið og nægir í því samhengi að rifja upp að formaður Framsóknarflokksins sagði í fréttum 23. mars síðastliðinn að verið væri að skoða hjá ríkisstjórninni að setja þak á verðtrygginguna til að verja heimilin. Nei, segir fjármálaráðherra, enda virðast framsóknarmenn ráða greinilega afar litlu í þessu stjórnarsamstarfi.

Það á greinilega að skilja á íslensk heimili enn og aftur eftir varnarlaus á meðan hver aðgerðapakkinn handa fjármagninu og atvinnulífinu er kynntur á kostnað íslenskra skattgreiðenda! Við því segi ég, sveittan.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: