- Advertisement -

Á algjörum sérdíl hjá stjórnvöldum

Til að kóróna þetta allt saman þá hefur Þorsteinn Már farið fram á að sleppa við að borga veiðigjöldin og ber fyrir sig veiruna.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þorsteinn Már hjá Samherja er á algjörum sérdíl hjá stjórnvöldum. Hann gengur ennþá laus þrátt fyrir alvarlega glæpi í fátækum löndum, sjávarútvegsráðherra Íslands hringir í hann til að spyrja hvernig honum líði eftir að upp komst um glæpina og Fjármálaeftirlitið hefur nú bugtað sig og beygt fyrir honum og sleppt honum við yfirtöku á Eimskip sem hann var skyldaður til samkvæmt lögum. Fjármálaeftirlitið sparaði honum þannig 20 milljarða. „Sérstakar aðstæður“ voru rök Fjármálaeftirlitsins. Það var allt og sumt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Forráðamenn Lífeyrissjóðsins Birtu, sem á sex prósent hlut í Eimskip, furða sig á þessu og hafa farið fram á nánari rökstuðning á þessum gjörningi sem á sér vart fordæmi. „Sérstakar aðstæður“ finnst Birtu engan veginn nægjanleg rök.

Málið snýst um að Sam­herji hefur keypt það mikið í Eimskip að hlutur félagsins er kominn yfir 30 prósent. Lögum sam­kvæmt mynd­ast þá skylda á Sam­herja að gera öðrum hlut­höfum yfir­tökutil­boð.

En nei, Samherji er á sérdíl hjá stjórnvöldum og þarf ekki að fara að lögum frekar enn fyrri daginn. Og til að kóróna þetta allt saman þá hefur Þorsteinn Már farið fram á að sleppa við að borga veiðigjöldin og ber fyrir sig veiruna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: