- Advertisement -

Opinberar sýndarleik Bjarna og Katrínar

„Það fór lítið fyrir fréttum gærdagsins af því að einhver útgerðarfélaganna sjö sem ætluðu að sækja skaðabætur í ríkissjóð hefðu hætt við áður en forsætisráðherra og fjármálaráðherra héldu eldmessur sínar um málið á Alþingi. Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hafi t.d. verið búin að samþykkja að hætta við stefnuna og einum ráðherra hafi verið greint frá þeirri ákvörðun,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, af gefnu tilefni.

„Hvað þýðir þetta? Í hvaða ljós setja þessar upplýsingar óvenju harða framgöngu forsætisráðherra og fjármálaráðherra í garð útgerðarinnar? Látum þetta nána samband ríkisstjórnarinnar og stórútgerðarinnar liggja á milli hluta í bili, þó mér þyki næstum sætt að símtólið sé tekið upp til að skila góðu fréttunum. Ég ætla hins vegar að vera djörf og giska á að það hafi verið einn af þessum þremur ráðherrum: forsætis-, fjármála- eða sjávarútvegs- sem fékk fréttirnar. Og ég ætla líka að gefa mér að ráðherrann sem fékk símtalið góða hafi talið ástæðu til að upplýsa samráðherra sína,,“ skrifar Hanna Katrín.

Hanna Katrín er ekki hætt: „Útgerðirnar boðuðu aðgerðir í ljósi þess að þær hafi átt „lögboðinnrétt“ til kvóta sem þær fengu ekki. Við alþingismenn setjum lögin. Það er holur hljómur í því að gagnrýna afleiðingar kerfis, sem leggur grunn að þessum fráleitu kröfum en vilja ekki taka þátt í að færa þetta sama kerfi til betri vegar með nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni og viðkomandi lögum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lögum þetta kerfi! Löglega.

Og að endingu skrifar Hanna Katrín: „Sýndarleikur á borð við þann sem virðist hafa verið í gangi hér í þingsal er í besta falli vandræðalegur fyrir stjórnvöld. Hann ætti líka að vera verulegt umhugsunarefni fyrir alla. Lögum þetta kerfi! Löglega.“

Illugi Jökulsson rithöfundur  bætti við: „Aha. Þegar Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson skömmuðu útgerðarfyrirtækin á þingi fyrir hina siðlausu málshöfðun, þá vissu þau – samkvæmt þessu hér – að 5 fyrirtæki af 7 ætluðu að draga mál sitt til baka. En trommuðu upp með töffheit á þingi til að svo virtist sem fyrirtækin hefðu lúffað fyrir þeim, ekki reiðiöldu þjóðarinnar. Glæsilegt alveg, glæsilegt.“



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: