- Advertisement -

Kjaradeilu vísað til sáttasemjara

 

 

Kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslnds hefur vísað kjaradeilu sinni við SA til ríkissáttasemjara. Viðræður SGS við SA hafa engu skilað og því er kallað eftir aðkomu ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið kynnti SA kröfur sínar í kjaraviðræðunum 26. janúar en þeim höfnuðu Samtök atvinnulífsins strax sama dag.

Meginkröfur Starfsgreinasambandsins eru þessar:

  • miða krónutöluhækkanir á laun við að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir.
  • endurskoða launatöflur þannig að starfsreynsla og menntun séu metin til hærri launa.
  • desember- og orlofsuppbætur hækki.
  • vaktaálag verði endurskoðað og samræmt kjarasamningum á opinberum vinnumarkaði.
  • lágmarksbónus verði tryggður í fiskvinnslu.
  • skilgreind verði ný starfsheiti í launatöflu.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Gerðir hafa verið kjarasamningar við einstaka starfsstéttir undanfarnar vikur og mánuði, sem hljóta almennt að vísa launafólki veginn. Samhljómur er meðal aðildarfélaga SGS um að sú launastefna, sem hefur mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjarasamningum SGS við Samtök atvinnulífsins.

Sjá frétt á vef ASÍ.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: