- Advertisement -

Ríkisstjórnin er á móti kaupauka til heilbrigðisstarfsfólks

Þar sýnd þríeyki ríkisstjórnarinnar, 

KJ, BB og SIJ, sitt rétta andlit.

Birgir Þórarinsson.

Allar tillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Hver og ein og einasta. Stjórnarandstaðan bauð fram krafta sína þegar Alþingi vann að neyðaráætlunum vegna Covid19. Stjórnarandstaðan, eins ólík og hún er, náði saman og lögðu til eitt og annað. Öllu var hafnað. Ekki einn einast stafkrókur náði eyrum Bjarna og Katrínar. Já, og Sigurðar Inga.

Ríkisstjórnin og þingfólk hennar sögðu eitt svart nei við öllu sem þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu. Birgir Þórarinsson Miðflokki rifjar þetta upp i Moggagrein í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar sýndi því lít­inn áhuga.

„Í vinnu fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is lagði Miðflokk­ur­inn ríka áherslu á að starfs­fólki í umönn­un og veit­ingu heil­brigðisþjón­ustu til Covid-19-smitaðra ein­stak­linga yrði greidd sér­stök álags­greiðsla fyr­ir mik­il­vægt og áhættu­samt starf. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar sýndi því lít­inn áhuga. Miðflokk­ur­inn brá þá á það ráð að flytja breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­auka­laga­frum­varpið ásamt stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um um sér­staka álags­greiðslu. Til­lag­an var felld af rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Vinstri-græn­um, Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn.“

Þar sýnd þríeyki ríkisstjórnarinnar, KJ, BB og SIJ, sitt rétta andlit.

„Því miður virðist rík­is­stjórn­in hafa tak­markaðan skiln­ing á mik­il­vægi þess að umb­una okk­ar lyk­il­starfs­fólki í heil­brigðisþjón­ustu á hættu­tím­um, þegar álag í störf­um þess er gríðarlegt. Þekkt er að laun hjúkr­un­ar­fræðinga og ljós­mæðra á Land­spít­al­an­um voru lækkuð um mánaðamót­in. Sú lít­ilsvirðing sem þar var sýnd mik­il­væg­um starfs­stétt­um sem leggja sig dag­lega í hættu olli hörðum viðbrögðum stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi og í sam­fé­lag­inu. Var rík­is­stjórn­in gerð aft­ur­reka með málið.“

Hér er þessu öfugt farið en í hinum Norðurlöndunum. Þar er fólkinu umbunað. Ekki hér. Einkum vegna þess að stjórnarandstaðan lagði það til.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: