- Advertisement -

Formaður SA: Telur gagnrýni vera árás

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í Moggagrein í dag, að sér þyki sú gagnrýni sem settur hefur verið fram á Bláa lónið vera árás á fyrirtæki og fólk. Hann nefnir aldrei Bláa lónið en víst er að hann hefur það í huga þegar hann skrifar greinina.

„Úrræðið fel­ur ekki í sér að starfs­menn af­sali sér upp­sagn­ar­fresti sín­um. Þeir eiga þann kost að hafna minnkuðu starfs­hlut­falli og verður þá sagt upp störf­um og fá greidd laun á upp­sagn­ar­fresti. Þegar gild­is­tíma úrræðis­ins lýk­ur verður al­menn­ur rétt­ur þeirra til at­vinnu­leys­is­bóta sá sami og áður en gripið var til þess,“ skrifar formaður SA.

Hann endar skrif sín með þessum hætti: „Árás­ir und­an­far­inna daga á ein­staka fyr­ir­tæki, vegna beit­ing­ar of­an­greinds úrræðis til að vernda starfs­fólk sitt, eru í besta falli um­hugs­un­ar­verðar. Ég vona og trúi því að við met­um það ofar að vernda fólkið okk­ar, tryggja af­komu þess og störf til framtíðar frek­ar en að leggj­ast í póli­tísk­ar og hug­mynda­fræðileg­ar skot­graf­ir og níða skó­inn af fólki og fyr­ir­tækj­um. Nú þurf­um við á sam­stöðu að halda, ekki sundrungu.“

Sitt sýnist eflaust hverjum. Hvert og eitt okkar má og verður reyndar að hafa skoðanir á því sem gert er. Bláa lónið hefur gefið vel af sér og það er ekkert að því að gagnrýna að það skuli fyrst fyrirtækja sækja sér styrk úr ríkissjóði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: