- Advertisement -

„Ríkisstjórnin lítilsvirðir hjúkrunarfræðinga“

Birgir Þórarinsson:
Alþingi þarf að grípa inn í og stoppa þessa dæmalausu framkomu ríkisstjórnarinnar.

„Ríkisstjórnin lítilsvirðir hjúkrunarfræðinga, þá sem við þurfum mest á að halda á hættutímum,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki á Alþingi í dag.

„Skilaboð ríkisstjórnarinnar með konu í stóli forsætisráðherra og konu í stóli heilbrigðisráðherra til hjúkrunarfræðinga, stærstu kvennastéttar landsins, og það á tímum heimsfaraldurs eru þessi: Við höfum engan áhuga á að semja við ykkur þó svo að samningar hafi verið lausir í eitt ár. Við lækkuðum launin við ykkur um mánaðamótin og við felldum tillögu á Alþingi um að færa ykkur sérstaka álagsgreiðslu,“ sagði Birgir.

„Alþingi þarf að grípa inn í og stoppa þessa dæmalausu framkomu ríkisstjórnarinnar. Þetta alvarlega mál þarf að ræða strax og á þessum vettvangi verður að taka á því,“ sagði Birgir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: