- Advertisement -

Prumphænsn við Lækjargötu

Man ekki betur en það fólk sem talaði innantóman fagurgala en hagaði sér síðan á allt annan hátt hafi verið kallað prumphænsn. Sé það rétt þá eru nokkur prumphænsn í ríkisstjórn Íslands.

Katrín Jakobsdóttir hefur komið í hvert spariviðtalið af öðru og talað um samstöðu þjóðarinnar og lofað ágæti heilbrigðisstarfsfólks. Vitandi að dagurinn í gær rynni upp. Hún vissi upp á sína tíu fingur að hjúkrunarfræðingar myndu lækka umtalsvert í launum. Sagði ekkert og gerði ekkert vegna þess. Sagði samt allt annað. Hældist um og hreykti sér og ríkisstjórninni.

Ekki er þau Svandís og Bjarni minni prumphænsn. Þau vissu líka upp á sína tíu fingur að það kæmi að fyrsta apríl 2020. Rétt eins og allt annað fólk. Þau vissu að hjúkrunarfræðingar myndu lækka umtalsvert í launum. Þau kusu að gera ekkert. Sem afar merkilegt.

Ráðherrarnir eiga engar afsakanir og engar eftiráskýringar munu bjarga þeim úr skömminni. Skömmin er meiri en svo.

Aldrei áður hefur verið eins mikið álag á hjúkrunarfræðinga sem nú. Ráðherrunum er sama. Alveg sama.

Okkur hinum svíður undan aðgerðar- og viljaleysi ráðherrann. Orðrétt skrifar hjúkrunarfræðingur:

„Ég var að koma heim úr frábæru og gefandi vinnunni minni á gjörgæslunni í Fossvogi, starfinu mínu sem ég elska! Vaktin var sérlega strembin í dag, ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni (eitthvað sem allir sem vinna þar gera við þessar aðstæður). Og hjúkrunarfræðingar eru samningslausir…og já og launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag. Það hlýtur einhver að segja bráðum við mig og samstarfsfólk mitt 1. apríl…eða ekki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: