- Advertisement -

Miðflokkurinn hefur verið tekinn í sátt

Miðflokkurinn er greinilega ekki ótækur lengur að mati SS.

Jón Magnússon skrifar um nýjustu vendingarnar í pólitíkinni. Segir að stjórnarandstöðuflokkarnir, sem Jón nefnir Sameinaða Samfylkingu, hafi tekið Miðflokkinn í sátt:

„Sameinaða Samfylkingin hefur tekið Miðflokkinn í sátt og stendur með honum að hefðbundinni tillögugerð um yfirboð á þeim tíma sem mikilvægt er að stjórnendur þessa lands standi saman í stað ómerkilegra atkvæðaveiða. En þá er spurningin, fyrst Miðflokkurinn hefur verið tekinn í sátt við sameinaða sósíalistaflokkinn hvort fjósbitanum hafi þar með verið kippt undan honum með alkunnum afleiðingum fyrir þann sem þann bita sat.“

Hér er grein Jóns:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðflokkurinn var firrtur vinum.

Sú var tíðin að Sameinaða Samfylkingin (SS) þ.e. Píratar, Viðreisn, Flokkur fólksins og að sjálfsögðu Samfylkingin útskúfuðu Miðflokknum og töldu hann ómerkilegri og ef eitthvað var ógeðslegri en skítinn undir skónum sínum. Talsmenn þessara flokka sögðu í einkasamtölum, ræðu og riti eftir Klausturhlerunina, að ekki væri komandi nálægt Miðflokknum og útskúfa ætti honum algerlega í þingstörfum og helst að gera hann þingrækan.

Stormsveit Pírata tók auk heldur til þess ráðs að beita einn Klausturbaróninn einelti þegar hann kom í ræðustól Alþingis og stillti stormsveitin sér upp í sérútbúnum klæðnaði þar sem lýst var yfir skefjalausri óbeit á viðkomandi.

Miðflokkurinn var firrtur vinum á hinu háa Alþingi þar sem stjórnarflokkarnir sýndu þeim óvirðingu sem og SS, þó það væri allt mun þekkilegra.

Svo sérkennilega brá við, að eins fór um Miðflokkinn og púkann á fjósbitanum. Miðflokkurinn fitnaði því meir hvað fylgi varðaði, þeim mun harðar sem SS sótti að honum.

Nú er öldin önnur. Miðflokkurinn er kominn í kompaní við allífið eins og Matthías Johannesson ritstjóri og skáld orðaði það í viðtalsbókinni við meistara Þórberg. Í gær stóð SS ásamt Miðflokknum að sameiginlegum tillögum um hefðbundið sósíalískt yfirboð í anda slíkrar stjórnarandstöðu. Þetta gerðist, þegar mestu skipti að stjórnmálamenn þessa lands standi saman og láti skynsemina ráða frekar en reyna að fiska atkvæði með yfirboðum.

Miðflokkurinn er greinilega ekki ótækur lengur að mati SS, allar bjargir bannaðar og enginn hlutur heimill nema helvíti eins og það var orðað til forna þegar einstaklingur, hópar eða þjóðir voru bannfærðir af prelátum kaþólsku kirkjunnar.

Miðflokkurinn hefur verið tekinn í sátt.

Spurningin er þá hvort fjósbitanum hafi verið kippt undan Miðflokknum með alkunnum afleiðingum fyrir þann sem þann bita sat.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: