Þessar tvær þjóðir hafa kallað eftir samstöðu sem ekki hefur hlotið hljómgrunn.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Mun Evrópusambandið lifa af kórónuveiruna? Þetta er oðrið stór spurning og forsætisráðherra Ítalíu Giuspeppe Conte telur að nú megi efast um tilgang ESB, það er að segja ef að því mistekst að samræma aðgerðir vegna veirunnar. Conte er svartsýnn á að það takist. Engin samstaða hefur náðst og á nýlegum fundi forystumanna þjóðanna kom ekkert fram til að vekja bjartsýni um slíka samstöðu. Mattarella forseti Ítalíu er líka farinn að setja spurningarmerki við tilvist ESB og hefur lýst miklum vonbrigðum.
Ítalía hefur eins og allir vita orðið hvað harðast úti vegna veirunnar og yfir 10 þúsund manns hafa látist. Spánverjar koma þar á eftir. Þessar tvær þjóðir hafa kallað eftir samstöðu sem ekki hefur hlotið hljómgrunn td. hjá Þjóðverjum og Hollendingum og hver þjóð innan ESB fer sínar eigin leiðir.
Madrid og Róm kalla á „corona bonds“ hjá ESB en ekkert slíkt viðrist í sjónmáli. „If Europe does not rise to this unprecedented challenge, the whole European structure loses its raison d’etre (reason for existing) to the people,“ er haft eftir Conte.