- Advertisement -

SÁÁ að fuðra upp í valdabaráttu

Gunnar Smári, fyrrum formaður SÁÁ, skrifar:

Gunnar Smári.

Ef skilja má þetta svo að stjórn SÁÁ bakki framkvæmdastjórnina upp í stríði sínu gegn Valgerði og öðru starfsfólki Vogs, styðji Arnþór sem formann og Þórarinn Tyrfingsson sem skuggastjórnanda; þá held ég að sé kominn tími til að sjúklingahópurinn stofni sín eigin hagsmunasamtök. Áfengis- og vímuefnasjúklingar geta ekki horft upp á samtökin, sem helst ættu að berjast fyrir hagsmunum þeirra og réttindum, fuðra upp í valdabaráttu og að yfirgangur örfárra stefni meðferðarúrræðum fjöldans í hættu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…og mynda sjálfstæð samtök sem geri þá kröfu á ríkisvaldið…

Áfengis- og vímuefnasjúklingar ættu því að stíga frá þessum hildarleik og mynda sjálfstæð samtök sem geri þá kröfu á ríkisvaldið að það skaffi þessum sjúklingahópi bestu meðferð sem völ er á, ekkert síður en öðrum sjúklingum. Þar fyrir utan þarf hópurinn að berjast fyrir viðurkenningu á sjúkdómnum á vinnumarkaði, styrkja lífeyris- og veikindaréttindi, auka aðgengi ungs fólks með sjúkdóminn að námi og endurhæfingu, berjast fyrir réttindum barna áfengis- og vímuefnasjúklina, aðhlynningu langt leiddra alkóhólista og mörgu öðru sem vanrækt hefur verið vegna þess að SÁÁ hefur fyrst og síðast verið beitt í fjáröflun fyrir sjúkrahúsreksturinn.

Barátta sjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómnum, góðri meðferð og fullum réttindum á vinnumarkaði og öllum sviðum samfélagsins mun úr þessu örugglega skila meiri árangri utan SÁÁ en innan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: