- Advertisement -

Mikil þörf á samtökunum

Ársskýrsla Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna fyrir árið 2014 er komin út. Erindum til samtakanna fjölgaði um 27% milli ára og voru rúmlega átta þúsund. Flest erindin vörðuðu kaup á vöru eða þjónustu. Í fyrsta sinn voru karlmenn í meirihluta þeirra er leituðu til samtakanna.

Árið 2014 bárust alls 5.076 erindi frá neytendum og bar svo við að flest erindin voru frá utan félagsmönnum, eða 2.570. Mikil aukning hefur orðið í þessum hópi en árið 2007 voru þau til að mynda aðeins 34% . Segir í skýrslunni að þessar tölur sýni vel hversu mikil þörf sé leiðbeiningaþjónustu fyrir almenning.

Erindi frá félagsmönnum voru svo 2.506 eða 42,6% allra erinda. Þá leituðu 307 fyrirtæki til samtakanna á árinu og er það nokkur fjölgun

Í fyrsta sinn frá því Neytendasamtökin hófu að skrá kyn þeirra sem hafa samband ber nú svo við að heldur fleiri karlar en konur höfðu samband á árinu, eða 3.025 á móti 2.890, þegar um var að ræða almenn erindi eða erindi varðandi vöru eða þjónustu alls bárust 2.370erindi vegna kaupa á vörum. Fest voru erindin vegna tölva og farsíma, en þar á eftir komu erindi sem vörðuðu matvæli, bifreiðar og raftæki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá alla skýrsluna hér á síðu NS.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: