- Advertisement -

Þar sem pólitíkin fer þvers og kruss

Samfylkingin í Kópavogi er á móti. Samfylkingin í Reykjavík er með. Píratar í Kópavogi eru á móti. Píratar í Reykjavík eru með. Samfylkingin og Píratar í Kópavogi er í minnihluta. Samfylkingin og Píratar í Reykjavík eru í meirihluta.

„Minnihlutinn í Kópavogi, Samfylking og Píratar, hafa tjáð sig um alvarlegan fjárhagsvanda SORPU og kallað eftir skýringum. Í yfirlýsingu þeirra er stjórn gagnrýnd fyrir þátt sinn í því að félagið þarf nú að fá ábyrgð sveitarfélaganna á 600 milljóna króna viðbótarláni við 1.400 milljóna króna lán sem fyrir var.“

Fólk úr sömu flokkum eru í meirihluta í Reykjavík.

Kolbrún Baldursdóttir:
Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar varið hvernig komið er fyrir SORPU.

„Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar varið hvernig komið er fyrir SORPU og telja að nægi að framkvæmdastjóri axli alla ábyrgð. Á það skal minnt að í skýrslu innri endurskoðunar fær stjórn einnig áfellisdóm, ekki einungis framkvæmdastjóri.“

Hér er vitnað beint til orða Katrínar Baldursdóttur, Flokki fólksins.

„Það er ánægjulegt að sjá að Píratar og Samfylking í Kópavogi skilja að stjórn er ábyrgðaraðili fyrir fyrirtæki enda fær stjórn greitt fyrir að fylgjast með öllum þráðum, vera vakandi yfir hverri krónu og bókhaldsfærslu. Við blasir nú að borgarbúar munu taka stærsta skellinn sem meirihlutaeigendur og gjaldskrá SORPU mun hækka,“ segir Kolbrún og þess ber að geta að stjórnarformaður Sorpu er Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki sem á sæti í meirihlutanum þar.

„Segir í yfirlýsingu þeirra „framkvæmdarstjóri hefur verið látinn taka pokann sinn en ekkert fararsnið er á stjórninni“. Hér eru sömu orð og Flokkur fólksins hefur ítrekað viðhaft í bókunum. Þessi yfirlýsing er áhugaverð fyrir þær sakir að fulltrúar minnihlutans í Kópavogi eru samflokksfólk meirihlutans í Reykjavík. Eins er formaður stjórnar skipaður af bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Kolbrún.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: