- Advertisement -

Ísland eftirbátur hvað varðar gjörgæslu

Ísland er með eilítið skárri aðstöðu Kína.

Gunnar Smári skrifar:

Hér er grein um fjölda gjörgæslurúma eftir löndum. Bandaríkin og Þýskaland trjóna efst, en það hefur vakið athygli að fjöldi dauðsfalla miðað smitaða er (alla vega enn) lægra í Þýskalandi en víðast annars staðar. Og ástæðan fyrir hruni ítalska heilbrigðiskerfisins er ekki sú að Ítalir séu með veikari gjörgæslu en aðrar þjóðir, Ítalía kemur næst og er með betra kerfi en bæði Frakkar og Bretar, svo dæmi sé tekið. Hver er staðan á Íslandi? Miðað við þessa grein er Ísland með eilítið skárri aðstöðu Kína, en með aðeins um þriðjunginn af getu Ítala. Í greininni skrifar Sigurbergur Kárason‚ svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítala Hringbraut: „Nú eru eingöngu mönnuð 12 gjörgæslurúm á Landspítala og þrjú á Akureyri og þar með er fjöldi gjörgæslurúma á hverja 100.000 landsmenn 4,4, miðað við að þeir séu 340.000. Þá er ekki gert ráð fyrir þeim fjölda ferðamanna sem heimsækir landið og þarf á gjörgæsludvöl að halda. Á síðasta ári lá á hverjum tíma erlendur ferðamaður í einu gjörgæslurúmi. Samkvæmt því erum við undir fjórum rúmum á hverja 100.000 þúsund íbúa. Ísland er því meðal þeirra landa í Evrópu sem fæst gjörgæslurúm hafa.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: