- Advertisement -

Evrópuríki neituðu að hjálpa Ítölum

Enn og aftur brjóta fjölmennustu og valdamestu ríki í Evrópusambandinu mikilvægustu ákvæðin um fjórfrelsið.

Jón Magnússon skrifar:

Evrópusambandið hefur sýnt algert forustuleysi í baráttunni gegn Coveit 19 veirunni. Enn og aftur brjóta fjölmennustu og valdamestu ríki í Evrópusambandinu mikilvægustu ákvæðin um fjórfrelsið þegar kemur að eigin hagsmunum. Evrópuríki neituðu að hjálpa Ítölum þegar C faraldurinn braust út þar og það voru loks Kínverjar sem sendu þeim lækningatæki. Sama forustuleysið hefur verið hjá Evrópusambandinu í öllum stórum málum. T.d. við að leysa skuldavanda Grikkja og Ítala.

Einnig varðandi flóttamannavandamálið, sem leiddi til þess að Evrópusambandið mútar Tyrkjum árlega með greiðslu 6.000 milljóna Evra. Fyrst stærstu ríki Evrópu brjóta gegn fjórfrelsisákvæðum Evrópusambandsins þegar þeim hentar, á þá ekki það sama við þegar kemur að kröfum Evrópusambandsins um að við tökum upp reglur sem skaða hagsmuni Íslands. Eigum við þá ekki að taka þjóðarhag fram yfir regluverk Evrópusambandsins t.d. í orkumálum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meira á bloggsíðu Jóns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: