- Advertisement -

Saga þeirra, saga mín besta ævisagan

Starfsfólk bókaverslana valdi í vikunni þær bækur sem það taldi vera besta á árinu.  Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson var kosin besta íslenska skáldsagan, Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson besta barnabókin og Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Kok eftir Kristínu Eiríksdóttir var valin besta ljóðabókin og Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson bar sigur í flokknum Fræði- og handbækur.

Starfsfólk bókaverslana velur árlega þær bækur sem það telur standa upp úr á árinu og eru verðlaun veitt fyrir bæði íslenskar og þýddar bækur. Verðlaunin eru veitt í níu flokkum og þeir eru:

Besta íslenska skáldsagan
3.-4. Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur
3.-4. Koparakur eftir Gyrði Elíasson
2. Kata eftir Steinar Braga
1. Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson

Íslenskar barnabækur
3.-4. Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson
3.-4. Skrímslakisi eftir Áslaugu Jónsdóttur
2. Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarin Eldjárn
1. Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ljóðabækur
3. Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur
2. Drápa eftir Gerði Kristnýju
1. Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur

Ævisögur
3. Hans Jónatan – Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson
1.-2. Svarthvítir dagar eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
1.-2. Saga þeirra, saga mín eftir Helgu Guðrúnu Johnsson

Íslenskar ungmennabækur
3. Freyju saga – Djásn eftir Sif Sigmarsdóttur
2. Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson
1. Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur

Handbækur og fræðibækur
3. Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg
2. Sveitin í sálinni – Búskapur í Reykjavík og myndun borgar eftir Eggert Þór Bernharðsson
1. Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson

Þýddar barnabækur
3. Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt. Þýðendur: Marta Hlín Magnúsdóttir og Birgitta Elín Hassell.
2. Hvað gerðist þá? eftir Tove Jansson. Þýðandi: Böðvar Guðmundsson.
1. Rottuborgari eftir David Walliams. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.

Þýddar ungmennabækur
3.-4. Rauð sem blóð eftir Salla Simukka. Þýðandi: Erla E. Völudóttir.
3.-4. Arfleifð eftir Veronica Roth. Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir.
2. Skrifað í stjörnurnar eftir John Green. Þýðandi: Arnrún Eysteinsdóttir.
1. Eleanor og Park eftir Rainbow Rowell. Þýðendur: Marta Hlín Magnúsdóttir og Birgitta Elín Hassell.

Besta þýdda skáldsagan
3. Lífið að leysa eftir Alice Munro. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir.
2. Lolita eftir Vladimir Nabokov. Þýðandi: Árni Óskarsson.
1. Náðarstund eftir Hannah Kent. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson.

Sjá frétt á Bókmenntavefnum.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: