- Advertisement -

Aðgerðir gegn ofbeldi

Efnt verður til víðtæks samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis, lögreglu og ákæruvalds til að efla aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Þrjú ráðuneyti munu leiða samráðið.

Samstarfið mun beinast að aðgerðum til að sporna við ofbeldi gegn börnum, ofbeldi í nánum samböndum, kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi og ofbeldi gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Þá segir á heimasíðu Menntamálaráðneytisins að það taki einnig að til ofbeldis teljist einnig hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa.

Samhliða áherslu á stóraukið samráð verður unnið að því að bæta verklag þar sem þess gerist þörf, auka forvarnir og fræðslu, annars vegar gagnvart almenningi og börnum og hins vegar gagnvart þeim sem í störfum sínum geta á einhvern hátt komið að málum sem tengjast ofbeldi, hvort sem er innan menntakerfisins, velferðarkerfisins eða réttarvörslukerfisins. Rík áhersla er lögð á stuðning við þolendur ofbeldis og vernd þeirra en jafnframt er í yfirlýsingunni getið um nauðsyn þess að aðstoða gerendur ofbeldis við að horfast í augu við vanda sinn og takast á við hann svo draga megi úr ofbeldi í samfélaginu.

Sjá frétt á vef Menntamálaráðuneytis

 

 

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: